
Skipulag
Stjórn, framkvæmdarstjórn og stjórnarhættir

Stjórn Lyfju
Ingi Guðjónsson, stjórnarformaður
Arnar Ragnarsson, meðstjórnandi
Daníel Helgason, meðstjórnandi
Ingunn Elín Sveinsdóttir, meðstjórnandi
Þuríður Björg Guðnadóttir, meðstjórnandi
Framkvæmdastjórn
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri
Guðmundur Halldór Björnsson, sviðsstjóri Heilsu
Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri
Karen Ósk Gylfadóttir, sviðsstjóri markaðsmála og stafrænnar þjónustu
Sigurður Kristjánsson, fjármálastjóri
Þorvaldur Einarsson, tækni- og þróunarstjóri
Þórbergur Egilsson, sviðsstjóri smásölu
Á myndina vantar Karen Rúnarsdóttur, sviðsstjóra vöru-, birgða- og framleiðslusviðs


Ingi Guðjónsson
Stjórnarformaður
Ingi Guðjónsson stjórnarformaður er annar tveggja stofnenda Lyfju hf. og starfaði sem framkvæmdastjóri félagsins frá 1996-2006.
Ingi er lyfjafræðingur frá Háskóla Íslands, með M.Sc. í lyfjafræði frá Danmarks Farmaceutiske Universitetet og MBA frá City University Business School í London. Ingi er framkvæmdastjóri og eigandi fjárfestingafélagsins Kaskur,
Sigríður Margrét Oddsdóttir
Framkvæmdastjóri
Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra frá árinu 2019. Sigríður Margrét situr í skólanefnd Verzlunarskóla Íslands, stjórn Bláa Lónsins og er stjórnarformaður vinnudeilusjóðs Samtaka Atvinnulífsins.
Sigríður Margrét hefur lokið B.Sc. í rekstrarfræðum frá Háskólanum á Akureyri og hefur setið stjórnendanámskeið hjá bæði IESE og Harvard.


Þórbergur Egilsson
Sviðsstjóri smásölu
Þórbergur Egilsson hefur gegnt stöðu sviðsstjóra smásölusviðs frá árinu 2016. Þórbergur hefur starfað hjá félaginu frá 1996 sem bæði stjórnandi og lyfsali í ýmsum apótekum.
Þórbergur hefur lokið M.Sc. í lyfjafræði frá Háskóla Íslands og MBA frá Háskólanum í Reykjavík.
Karen Rúnarsdóttir
Sviðsstjóri vöru-, birgða- og framleiðslu
Karen Rúnarsdóttir hefur starfað sem sviðsstjóri frá árinu 2021. Karen hefur víðtæka reynslu í verslun og þjónustu, starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá Skeljungi og Högum, sviðsstjóri markaðsmála og stafrænna lausna hjá Lyfju, markaðsstjóri Krónunnar, sérfræð-ingur og útibússtjóri hjá Íslandsbanka. Karen er með B.Sc. Í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur auk þess sótt ýmis stjórnendanámskeið.


Hildur Þórisdóttir
Mannauðsstjóri
Hildur Þórisdóttir hefur gegnt stöðu mannauðsstjóra frá árinu 2020. Áður starfaði Hildur sem mannauðsstjóri Mannvits og sem markaðs- og mannauðsstjóri Kviku banka.
Hildur hefur lokið B.A. í sálfræði og M.Sc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.
Sigurður Kristjánsson
Fjármálastjóri
Sigurður Kristjánsson hefur gegnt stöðu fjármálastjóra frá árinu 2001. Áður starfaði Sigurður sem fjármálafulltrúi í fjármáladeild LSH og sem framkvæmdastjóri hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Sigurður hefur lokið B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst.


Karen Ósk Gylfadóttir
Sviðsstjóri markaðsmála og stafrænnar þjónustu
Karen Ósk Gylfadóttir hefur gegnt stöðu sviðsstjóra stafrænnar þjónustu og markaðsmála frá árinu 2021. Áður starfaði Karen sem markaðsstjóri Nova. Karen hefur mikla reynslu af markaðsmálum og rekstri verslana og starfaði m.a. í tvö ár við markaðsmál hjá Íslandsbanka þar sem hún sat meðal annars í teymi bankans við innleiðingu á stafrænum lausnum.
Karen hefur lokið B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.
Guðmundur Halldór Björnsson
Sviðsstjóri Heilsu
Guðmundur Halldór Björnsson hefur gegnt stöðu sviðsstjóra Heilsu frá árinu 2021. Guðmundur Halldór starfaði áður sem sviðsstjóri stafrænnar þjónustu og markaðs-mála hjá Lyfju, forstöðumaður sölu- og viðskiptaþróunar hjá VÍS, markaðs- og samskiptastjóri Icewear og sem forstöðumaður sölu og markaðar hjá 365.
Guðmundur Halldór hefur lokið B.Sc. í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands og er rekstrarfræðingur frá Tækniháskóla Íslands.


Þorvaldur Einarsson
Tækni- og þróunarstjóri
Þorvaldur Einarsson hóf störf hjá Lyfju árið 2022. Hann hefur umfangsmikla reynslu af og þekkingu á upplýsingatækni, hann starfaði áður sem viðskiptaþróunarstjóri App Dynamic og forstöðumaður hugbúnaðarlausna hjá Origo. Þorvaldur er með B.Sc. Í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. Í rafmagnsverkfræði frá University of Maryland.

Lyfsalar
Lyfsalar Lyfju eru 25
Alfreð Ómar Ísaksson, Lyfju Hafnarstræti. Anna Sólmundsdóttir, Lyfju Lágmúla. Bryndís Birgisdóttir, Apóteki Mos. Elín Kristjánsdóttir, Lyfju Garðatorgi. Freydís Selma Guðmundsdóttir, Lyfju Granda. Friðþjófur Már Sigurðsson, Lyfju Sauðárkróki. Guðbjörg Jónsdóttir og Marco F. Schalk, Lyfju Neskaupsstað. Inga Sæbjörg Magnúsdóttir og Máni Hafsteinsson, Lyfju Egilsstöðum. Ingibjörg Arnardóttir, Lyfju Smáratorgi. Ingvar Þór Guðjónsson, Lyfju Akureyri. Írena Björk Ásgeirsdóttir, Lyfju Húsavík. Íris Erla Gísladóttir, Lyfju Selfossi. Jóhannes H. Pálsson, Lyfju Hólagarði. Jónas Þór Birgisson, Lyfju Ísafirði. Kristín Perla Sigurbjörnsdóttir, Lyfju Borgarnesi. Kristjana Ósk Samúelsdóttir, Lyfju Spöng. Sigurður Hrannar Sveinsson, Lyfju Skeifunni. Sólveig Óskarsdóttir, Lyfju Reykjanesbæ. Svanhildur Kristinsdóttir, Lyfju Setbergi. Thelma Ögn Sveinsdóttir, Lyfju Nýbýlavegi. Vilborg Halldórsdóttir, Lyfju Árbæ. Þórhildur Sch. Thorsteinsson, Lyfju Grafarholti.
Stjórnarhættir
Áhersla á gæði
Starfsreglur stjórnar
Starfsreglur stjórnar Lyfju taka mið af leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland gefa út.
Starfsreglurnar fjalla um:
Kjör stjörnarmanna, skiptingu starfa innan stjórnar, talsmann stjórnar og ýmsar skyldur stjórnarmanna.
Verksvið stjórnar, framkvæmdastjóra og stjórnarformanns.
Boðun funda, ákvörðunarvald, atkvæðagreiðslur, fundargerðir og fundargerðabók.
Þagnar- og trúnaðarskyldu, vanhæfi, upplýsingagjöf og undirritun ársreiknings.
Þá fjalla starfsreglurnar einnig um breytingar á þeim, vörslu og meðferð.

Persónuverndarstefna
Persónuverndarstefna Lyfju tekur á því í hvaða tilgangi og með hvaða hætti persónuupplýsingum er safnað og hvernig farið er með slík gögn. Lyfja leggur ríka áherslu á vernd persónuupplýsinga.
Meðal þess sem kemur fram í persónverndarstefnunni er umfjöllun um persónuverndarlöggjöfina, ábyrgð, söfnun og notkun, miðlun, þriðju aðila, öryggi, varðveislu og réttindi einstaklinga.
Persónuverndarstefnuna má finna hér.
Persónuverndarfulltrúi Lyfju er Hildur Þórarinsdóttir, lögfræðingur hjá Juris.

Öryggistefna
Stjórnendur Lyfju hafa mótað öryggisstefnu fyrirtækisins. Allir þættir stefnunnar miða að því að skipa Lyfju í fremstu röð í sinni grein þegar um er að ræða upplýsingar, hvort sem um er að ræða viðskiptavini, starfsmenn eða aðila innan heilbrigðisgeirans.
Hér má finna öryggisstefnu Lyfju.
Öryggisstjóri Lyfju er Þorvaldur Einarsson, tækni- og þróunarstjóri.

Gæðakerfi
Lyfja hefur komið á rafrænni gæðahandbók sem gildir fyrir apótek Lyfju, handbókinni er ætlað að mæta faglegum kröfum um rekstur apóteka.
Gæðahandbókin er útfærð með hliðsjón af gæðastaðlinum ISO 9000 ásamt þeim lögum og reglugerðum sem gilda um rekstur apóteka. Gæðahandbókin nær til flestra þátta í starfsemi apóteka og er lýst í vinnuleiðbeiningum. Allir starfsmenn Lyfju hafa aðgang að útgefnum skjölum gæðahandbókar sem snúa að rekstri apóteka Lyfju.
Hjá Lyfju starfar gæðaráð og gæðastjóri, reglulega eru framkvæmdar innri úttektir á fylgni við gæðahandbók og Lyfja veitir árlega gæðaverðlaun fyrir bestu frammistöðuna í úttektum.
Gæðastjórar Lyfju eru Aníta Björk Sigurðardóttir og Borghildur Eiríksdóttir, lyfjafræðingar.
