top of page
Lyfjaskil - umhverfisvernd.jpg

Örugg eyðing lyfja

Árið 2021 sendi Lyfja 10.093 kg. af lyfjum, sprautum og nálum í örugga eyðingu sem er 5% meira magn en árið á undan. 


Viðskiptavinir eru minntir á mikilvægi þess að skila lyfjum til eyðingar í apótekum Lyfju með lyfjaskilakössum sem stillt er fram í apótekum Lyfju.  

Örugg eyðing lyfja er eitt mikilvægasta umhverfisverkefni Lyfju þar sem lyf geta valdið skaða á umhverfinu og mega aldrei fara í rusl, vask eða klósett.  

CO22.png

Kolefnisbókhald

Árið 2021 losaði starfsemi Lyfju og dótturfélaga alls 400,5 tonn af gróðurhúsalofttegundum.  Lyfja hefur gert samning við Kolvið, sem sér um kolefnisbindingu til mótvægis við losun Lyfju og tryggir að rekstur Lyfju er kolefnishlutlaus.  Þrír áhrifamestu þættirnir í rekstri Lyfju eru urðun sorps, flugfrakt og losun vegna ferða starfsmanna til og frá vinnu.

lyfja_auglysing_net-14 (1).jpg

Fræðsla og forvarnir

Lyfja lagði áherslu á fimm þætti sem snúa að heilsu og vellíðan árið 2021.  

  1. Betri meltingaflóra

  2. Nýtt líf - nýtt hlutverk

  3. Heilbrigð húð 

  4. Ráðgjöf sérfræðinga Lyfju

  5. Innri ró

Öll verkefnin samanstóðu af vitundarvakningu, fræðslu í gegnum verslanir, samfélagsmiðla og ráðgjöf, áherslu í vöruframboði og samstarfi við færustu sérfræðinga á viðkomandi sviði hérlendis.  ​

Samfélag: News & Resources

Styrktarsjóður Lyfju

Úthlutað var í annað sinn úr Styrktarsjóði Lyfju á árinu 2021 til verkefna sem teljast heilsueflandi og/eða hafa forvarnargildi.  Alls fengu fimm verkefni úthlutað styrk og má lesa nánar um verkefnin og styrkþegana hér.

Samfélag: Text

Markaður

Markaður 1.png

Markaðshlutdeild

Lyfja hefur undanfarin þrjú ár bætt við sig 1% markaðshlutdeild árlega og þar með snúið við tíu ára þróun.  Markaðshlutdeildin er mæld með því að skoða fjölda seldra lyfjapakka hjá Lyfju sem hlutfall af öllum seldum lyfjapökkum samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands.

Vörumerkjamæling.png

Vörumerkjamæling

Samkvæmt árlegri vörumerkjamælingu Gallup mælist Lyfja það vörumerki sem Íslendingar þekkja best og hafa jákvæðasta viðhorfið til á apóteksmarkaði.

Verðlaun.png

Viðurkenningar

Lyfja var tilnefnd í annað sinn árið 2021 sem eitt af bestu íslensku vörumerkjunum á neytendamarkaði með 50 starfsmenn eða fleiri af Brandr.  Vörumerki eru tilnefnd með því að kallað er eftir ábendingu frá almenningi og valnefnd sem skipuð er sérfræðingum úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu tilnefnir þau vörumerki sem hún metur framúrskarandi.  

Lyfju appið var auk þess tilnefnt til íslensku vefverðlaunanna árið 2021 sem besta íslenska appið.  

Markaður 2.png

Hlutdeild í könnunum

Samkvæmt reglulegum mælingum í spurningavagni hjá Gallup hefur markaðshlutdeild Lyfju jafnframt verið að aukast.  Ríflega 40% Íslendinga eldri en 18 ára sögðust oftast versla hjá Lyfju árið 2021.

Samkvæmt sömu mælingum kemur í ljós að tæplega helmingur Íslendinga telur að staðsetning apóteka Lyfju henti sér best.  

Samfélag: News & Resources
Samfélag: Pro Gallery
bottom of page