top of page
DSC_8404.jpg
Mannauður: Image
Aldursdreifing.png

Öflug liðsheild um land allt

Hjá Lyfju starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga í heilbrigði og vellíðan.  Alls var starfsfólk samstæðunnar 369 árið 2021 og meðalaldur var 39 ára.  

Þriðjungur starfsfólks er sérmenntað heilbrigðisstarfsfólk, lyfjafræðingar, lyfjatæknar og hjúkrunarfræðingar, um helmingur starfsfólks er sérþjálfað afgreiðslufólk og umsjónarmenn verslana en auk þess starfar fjölbreyttur hópur starfsfólks á skrifstofum, sölusviði heildsölu, í vöruhúsi og framleiðslueiningum.  

Hlutfall karla.png

Jafnréttisáætlun

Meirihluti starfsfólks Lyfju er konur en Lyfja hefur sett sér þau markmið að auka fjölbreytni og að alls verði 25% starfsfólks annað kyn en konur árið 2023.  Á síðasta ári voru 18% starfsfólks karlar og hefur hlutfallið farið vaxandi undanfarin ár.

Lyfja hefur hlotið jafnlaunavottun og samkvæmt jafnlaunagreiningu ársins 2021 mældist 0,4% launamunur konum í hag og skýringarhlutfall greiningarinnar var 94%.  

Anda inn.PNG

Jafnrétti, góður starfsandi og metnaður

Lyfjafræðingar og lyfjatæknar eru lykilstarfsfólk hjá Lyfju samstæðunni en störf þeirra eru fjölbreytt.  Á hverjum tíma starfar öflugur hópur lyfjafræðinema, aðstoðarlyfjafræðinga, lyfjafræðinga og lyfsala auk lyfjatækna við að tryggja faglega þjónustu til lyfjanotenda.   

Samkvæmt VR könnun ársins 2021 mældist upplifun starfsfólks og mat á jafnrétti hátt.   

Mannauður: News & Resources
Mannauður: Pro Gallery
bottom of page