top of page
iStock-1255892010.jpg

ÁRSSKÝRSLA 2021

Inngangur: Welcome

Ávarp stjórnarformanns

Með heilbrigði og vellíðan að leiðarljósi

Árið 2021 var einstaklega viðburðaríkt í starfsemi Lyfju, gengið var frá kaupum á rekstri tveggja apóteka og haldið var áfram að umbreyta verslunum Lyfju í takt við nýja stefnu félagsins, undir lok árs voru öll apótek Lyfju rekin undir einu vörumerki. Áhersla var lögð á að styrkja samstarf við sérfræðinga á heilbrigðissviðinu með samvinnu við Húðlæknastöðina á Smáratorgi og Lækningu í Lágmúla, öflugu fræðslu- og markaðsstarfi þar sem athygli var vakin á mikilvægi meltingaflórunnar, heilbrigðri húð og þeirri ráðgjöf sem sérfræðingar Lyfju um allt land veita.  Úthlutað var annað árið í röð úr styrktarsjóði Lyfju til verkefna sem hafa forvarnargildi og eru heilsueflandi. Eitt mikilvægasta verkefni ársins var efling Heilsu, innflutnings- og heildsölu samstæðunnar, með áherslu á hjúkrunar- og lækningavörur auk þess að leggja grunn að innflutningi á lyfjum.  Starfsfólk Lyfju og dótturfélaga um allt land voru enn eitt árið í framlínu heimsfaraldurs og stóðu þeir sig afar vel við krefjandi aðstæður með sýn Lyfju um að lengja líf og auka lífsgæði að leiðarljósi.   

lyfja_stjornendur_portret-44.jpg
Inngangur: About

Verslanir og þjónusta

Lyfja Smáratorgi.jpg

46 apótek og útibú um allt land

Lyfja starfrækir 46 apótek og útibú allan hringinn í kringum landið auk vefverslunar, alls eru 21 apótek og 25 útibú.  Öll apótek Lyfju eru rekin undir sama vörumerki en Lyfja eignaðist  á árinu dótturfélagið Apótek MOS í Mosfellsbæ. Nýjar og endurbættar verslanir í Setbergi, Hólagarði, Árbæ og Skeifunni opnuðu á árinu auk þess sem lokið var við undirbúning og hönnun breytinga á verslunum á Selfossi, í Borgarnesi, Smáralind, Nýbýlavegi og Reykjanesbæ.

lyfja_app_30092020_simi_prent-1.jpg

Lyfju appið

Lyfju appið sló í gegn á árinu og eru notendur þess orðnir tugir þúsunda.  Appið er í dag eitt stærsta apótek Lyfju en með því er hægt að panta og greiða fyrir ávísanaskyld lyf, lausasölulyf og stoðvörur.  Viðskiptavinir geta valið á milli þess að fá vörur sendar heim eða sækja þær í næsta apótek.  Í appinu er hægt að spjalla við sérfræðinga, sækja upplýsingar um öll skráð lyf á Íslandi og sækja um umboð til lyfjakaupa fyrir þá sem ekki geta annast lyfjakaupin sín sjálfir.

Heilsuhúsið í Lyfju 1.jpg

Heilsuhúsið

Heilsuhúsið tók breytingum á árinu en verslunum á Akureyri og Selfossi var lokað og Heilsuhúsið er orðið "Store in Store" í nýjum verslunum Lyfju á Smáratorgi, í Lágmúla, Spöng, Setbergi, Hólagarði, Árbæ og Skeifunni þar sem áhersla er lögð á vörur sem eru umhverfisvænar, lífrænar og án aukaefna.

Lyfja ráðgjöf sérfræðinga.jpg

Hjúkrunarþjónusta og ráðgjöf

Lyfja leggur áherslu á að veita ráðgjöf og sérfræðiþjónustu allan hringinn í kringum landið, á Smáratorgi og í Lágmúla er hægt að ganga að þjónustu hjúkrunarfræðinga án þess að panta tíma.  Á árinu var lögð áhersla á að efla ráðgjöf sérfræðinga hjá Lyfju, bæði í verslunum og á samfélagsmiðlum. Unnið var með fjölbreyttum hópi sérfræðinga á árinu og sérfræðiráðgjöf veitt um meltinguna, húðina, lyfjanotkun, öndun og slökun, meðgöngu, fæðingu og umönnun ungbarna auk þess sem Vöggugjöf Lyfju var gefin verðandi foreldrum.

Inngangur: News & Resources

Heildsala og dreifing

vítamín í skeið.jpg

Hollari og betri valkostir

Heilsa er dótturfélag Lyfju og eitt elsta fyrirtæki landsins sem sérhæfir sig í innflutningi, framleiðslu og dreifingu á heilsusamlegum og lífrænum matvörum, almennum og lífrænum hreinlætis- og vellíðunarvörum.  Heilsa er umboðsaðili á Íslandi fyrir mörg þekkt vörumerki á sviði matvöru og bætiefna sem hafa sögulega verið mikilvægustu vöruflokkar Heilsu.  Á árinu var lögð mikil áhersla á stefnumörkun fyrir Heilsu með vöxt að leiðarljósi.

GM_edited.jpg

Guli miðinn

Guli miðinn er breið vítamín- og bætiefnalína í eigu Heilsu sem hefur verið pakkað og seld á Íslandi í yfir 30 ár.  Vítamínin og steinefnin frá Gula miðanum er pakkað í dökk glerglös, en það er til að varðveita gæði innihaldsefna sem best og verja þau gegn birtu og sólarljósi sem og mengun frá plastumbúðum.  Allar umbúðir Gula miðans eru endurvinnanlegar.  Framleiðendur Gula miðans eru með alþjóðlegt GMP gæðavottunarkerfi og hafa á að skipa fullkomnum rannsóknarstofum til að þróa og prófa hráefni og fullunna vöru.  

Hér má finna vefsíðu Gula miðans. 

Heilsa lyf_edited.jpg

Nýjar áherslur

Heilsa hefur verið brautryðjandi í lækkun á verði sóttvarnarvara í heimsfaraldrinum, fyrst með innflutningi á andlitsgrímum af bestu mögulegu gæðum á lægra verði en þekktist á markaðinum, svo með framleiðslu á handspritti og nú síðast með sölu og dreifingu á COVID19 sjálfsprófum á verði sem er umtalsvert lægra en þekkist á Norðurlöndunum.  Heilsa hefur undanfarna mánuði lagt mikla áherslu á að útvíkka vöruframboð sitt þegar kemur að lækningatækjum og hjúkrunarvörum með góðum árangri og vinnur að því að hefja innflutning á lyfjum á árinu 2022.

Heilsa græn.png

Viðskiptavinir

Heilsa þjónar matvöruverslunum, sérvöruverslunum og apótekum.  Allar helstu matvöruverslanakeðjur landsins og öll helstu apótek landsins eru viðskiptavinir Heilsu.  Heilsa starfrækir vöruhús þar sem pantanir eru afgreiddar daglega til viðskiptavina. 


Sölumenn, ráðgjafar og viðskiptastjórar Heilsu starfa bæði á skrifstofu og eru með mikla viðveru í verslunum viðskiptavina Heilsu.

Inngangur: News & Resources
bottom of page